Hópkaup

Herferð 2013

Herferð
Betri borgarinn
Sjónvarp
Dekkó
Sjónvarp
Simmatrimm
Herferð

HÓPKAUP – Í KRAFTI FJÖLDANS

Hópkaup hafa slegið í gegn hjá íslenskum kaupendum undanfarin þrjú ár enda viðskiptamódelið einfalt og sniðugt og þekktist ekki hér á landi þegar fyrirtækið tók til starfa. Þú skráir þig fyrir tilboði og staðfestir kaup en tilboðið virkjast ekki fyrr en ákveðnum fjölda viðskiptavina er náð.

Sum tilboðanna hafa sprengt alla skala – eins og t.d. þegar hamborgarastaður seldi yfir 51 þúsund hamborgara á einum sólarhring á Hópkaup.is.

Í nýjum sjónvarpsauglýsingum er unnið með þesskonar raundæmi og þau sett í skemmtilegt samhengi. Slagorð fyrirtækisins hefur frá upphafi verið „í krafti fjöldans“, sem er mjög lýsandi fyrir starfsemina. Við vildum myndgera slagorðið og finna fyrir fjöldanum.

Auglýsingarnar eru hlaðnar stórleikurum; Víkingur Kristjánsson fer með aðalhlutverkið en á móti honum leika Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson og Vala Kristín Eiríksdóttir leiklistarnemi. Guðmundur Þór Kárason leikstýrði.

 
Prent

Fleiri verkefni fyrir Hópkaup

Back to top