Jólapeysan

Jólapeysan 2014

Herferð

Safnað fyrir mýkri heimi

Jólapeysuátak Barnaheilla 2014 hófst af fullum krafti í lok nóvember, þar sem safnað var fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum, en þangað má oft rekja rætur eineltis.

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga hét því að klæðast jólapeysum við ýmis tilefni ef heitið yrði á þá. Meðal annars tilkynnti Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, vaxtaákvörðun desembermánaðar í jólapeysu og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir gerði sér lítið fyrir og gekk aftur á bak upp á Esjuna í jólapeysu. Almenningur var líka duglegur að skrá sig og skora á vinnufélaga, vini og fjölskyldu. Við hjá PIPAR\TBWA létum okkar auðvitað ekki eftir liggja og stóðumst áskorun um að syngja jólalag í jólapeysum.

Herferð
Jólapeysan 2014
Sjónvarp
Herferð
Prent
Back to top