Kringlan

Allt í einum grænum

Herferð
Kringlan hóf mjög metnaðarfulla herferð á dögunum sem við vorum svo heppin að fá
að taka þátt í.
Takmarkið með herferðinni sem kallast Allt
í einum grænum er að gera Kringluna plastpokalausa eða svo gott sem. Um 150 verslanir eru starfræktar í Kringlunni og það segir sig sjálft að starfsemi Kringlunnar hefur töluverð áhrif á umhverfið.
Herferð
Kringlan greip því á það ráð að bjóða gestum og viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar að grípa með sér græna og umhverfisvæna poka, þeim að kostnaðarlausu og draga þannig úr notkun á plastpokum. Í Kringlunni má finna sniðugar merkingar sem við hönnuðum líkt og pokana sjálfa sem við hvetjum alla til að nota
í næstu Kringluferð.
Herferð

Fleiri verkefni fyrir Kringlan

Back to top