Ljóma Smjörlíki

Herferð 2013

Herferð

LJÓMA SMÖRLÍKI

Ljóma smjörlíki er vörumerki sem flestir þekkja enda hefur varan í gylltu umbúðunum verið áberandi í búðarborðum landsmanna frá árinu 1931.

Flest tengjum við Ljóma við gamla tíma, Ljómalagið vinsæla með Ríó Tríó og kökurnar hennar ömmu. Minningin um gamla eldhúsið, góða kökubragðið og lyktina úr ofninum er sterk.

Í nýjum auglýsingum fyrir Ljóma reynum við að endurvekja þessa stemningu og afturhvarf til liðinna tíma, þar sem innblástur er sóttur til 6. áratugarins. Við fylgjumst með ungri fjölskyldu spreyta sig á uppskriftum ömmu sem fylgist vökulum augum með öllu, enda mikið í húfi. Allt fer auðvitað vel að lokum – og deginum ljósara að Ljóminn, þessi klassíska gæðavara, á enn skilið það lof sem hann fær.

 

Ljósmyndari: Rafael Pinho

Stílisti: Alda B. Guðjónsdóttir

Herferð
Prent
Samfélagsmiðlar
Back to top