Milt

Milt

Herferð

MILT er þvottaefni án ofnæmisvaldandi efna eins ilm- og litarefna, fyrir þig og umhverfið, og hefur verið á markaði árum saman. Fyrir nokkru hönnuðum við nýjar umbúðir fyrir þvottaduftið. Fljótandi þvottaefni fæst í stíl við duftumbúðirnar fyrir þá sem það kjósa. Ennfremur voru hannaðar umbúðir fyrir MILT sturtusápu, einnig án ilm- og litarefna svo að neytendur geta nú gengið að þremur MILT vörum sem henta vel til að draga úr líkum á því að fá ofnæmi. Í vörulínunni eru allir  litir í mildum tónum, til samræmis við innihaldið. Í sjónvarpsauglýsingu sem við gerðum fyrir MILT setur ungur faðir í þvottavél og spjallar um það við lítinn son sinn um leið. Prentefni fyrir blöð og verslanir var gert í sama anda. Þess má geta að faðirinn ungi er einnig þekktur sem trommuleikarinn í Pollapönki. 

 

Umbúðir
Milt þvottaefni
Sjónvarp
Back to top