Ölgerðin

Grape-bíllinn

Herferð

Bitrasti bíllinn

Ölgerðin sá aumur á Egils Grape sem fékk loksins sérmerktan bíl. Þar með var biturleikinn kominn í umferð og bíllinn merktur með alls kyns skilaboðum að hætti hússins. Grape veltir m.a. fyrir sér hvort lífið sé eitt stórt hringtorg, spyr hvort útvarspmaðurinn í næsta bíl sé jafn hress og hjá honum og fullyrðir að gula ljósið sé eins og Appelsín – ofmetið. Fljótlega eftir að Grape-bíllinn fór á göturnar lenti hann í árekstri. En ekki hvað?
 
Þess má geta að Egils Grape er komið á Twitter og verður þar með heimspekilegar bollaleggingar og lætur örugglega ekki sitt eftir liggja í samfélagsumræðunni. Eltu Egils Grape á twitter.com/egils_grape
 
Herferð
Herferð

Fleiri verkefni fyrir Ölgerðin

Back to top