Ölgerðin

Kristall – herferð 2014

Herferð
Kristall – herferð 2014
Sjónvarp

Kristall – Herferð 2014

Ný auglýsingaherferð fyrir Egils Kristal fór í loftið vorið 2014. Herferðin samanstendur meðal annars af myndbandi, prent- og vefauglýsingum, og sýnir nokkurs konar kolsýrða tilveru. Kolsýran umvefur allt og undirstrikar ferskleika vörunnar, auk þess sem hún vísar í hið sígilda slagorð, Það sést hverjir drekka Kristal.

Upptökur fóru fram í Listasafni Reykjavíkur og heil göngugata var sett upp í útiporti Hafnarhússins, þar sem kolsýrð veröld Kristalsins kom í ljós.

 
Tónlistin sem ómar í auglýsingunni var samin af Pétri Jónssyni. Lagið ber titilinn It has to be you og er flutt af Hólmfríði Ólafsdóttur, betur þekkt sem Hófí. Fyrir sumarið var lagið svo gefið út í fullri lengd.

Auglýsingin var unnin í samvinnu við Pegasus og það var Reynir Lyngdal sem leikstýrði. 

 
Herferð
Prent

Fleiri verkefni fyrir Ölgerðin

Back to top