Ölgerðin

Kristall styður fimleikafólk

Prent

MEISTARAR Í FULLKOMNU JAFNVÆGI

Kristall styður dyggilega við bakið á íslenska landsliðinu sem keppti á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Laugardalshöll dagana 15.-18. október 2014. Fimleikar ganga auðvitað fyrst og fremst út á styrk og liðleika og við vildum að þetta tvennt kristallaðist í sjónvarps- og prentauglýsingum.

Við fengum átta stelpur úr landsliðinu til að taka nokkur stökk fyrir framan myndavélina, en það var hann Guðmundur Þór Kárason sem var á bak við linsuna. Íslendingum hefur farnast vel á hópfimleikamótum síðustu ára og Evrópumótið var engin undantekning, en  meðal annars tryggði íslenska kvennaliðið sér silfrið.
Sjónvarp

Fleiri verkefni fyrir Ölgerðin

Back to top