Ölgerðin

Malt 100 ára

Herferð

TAKK FYRIR MALT

Hinn ástkæri og þjóðlegi drykkur Egils Malt og Ölgerð Egils Skallagrímssonar áttu 100 ára afmæli árið 2013. Tímamótunum var fagnað með því að horfa yfir farinn veg. Fáar vörur hafa staðist tímans tönn jafn vel og Egils Malt enda er það jafn vinsælt á veisluborðum Íslendinga nú og þá. Því þótti við hæfi að drykkurinn sem gefur hraustlegt og gott útlit væri sendiherra Ölgerðarinnar á afmælisárinu.

Sjónvarpsauglýsing

Frá árinu 1913 hefur nánast allt breyst en sumt þó ekki. Egils Malt hefur tengst þjóðinni lengur en nokkur annar íslenskur drykkur. Við vildum því setja saman auglýsingu sem hæfði drykknum og tilefninu og þakka þjóðinni fyrir samfylgdina síðustu 100 ár. Með yfirskriftinni „Takk fyrir Malt“ varð úr skemmtileg blanda af gömlu myndefni og sviðsettum atriðum sem endurspegluðu liðinn tíma. Við fengum hinn góðkunna leikstjóra og landsliðsmarkvörð Hannes Þór Halldórsson og félaga hans hjá Saga Film til að töfra fram þessa sögulegu auglýsingu.

 

Herferð
Malt 100 ára
Sjónvarp

Prentefni og samfélagsmiðlar

Við völdum heillandi myndefni úr ljósmyndasafni til að birta í kringum nokkra af hátíðisdögum þjóðarinnar undir yfirskriftinni „Takk fyrir Malt“. Markmiðið var að minna á að Egils Malt er hluti af sögu okkar hvort sem um er að ræða hátíðisdaga eða hversdaginn. Myndirnar voru ýmist birtar í prentmiðlum eða á Facebook.
Herferð
Prent

Umbúðir

Malt klæddist sparibúningi í verslunum. Hönnuð var kippa af Malt í gleri með mynd af Kötlugosi árið 1918 á annarri hliðinni og af fánatökunni í Reykjavíkurhöfn árið 1913 á hinni hliðinni.
Herferð

Fleiri verkefni fyrir Ölgerðin

Back to top