Ölgerðin

Þjóðin valdi nýjan Kristal

Herferð

Þjóðin valdi nýjan Kristal

Kristall með jarðarberja- og límónubragði hefur litið dagsins ljós eftir skemmtilega þróunarvinnu þar sem þjóðinni gafst tækifæri á að koma með sína skoðun á hvaða bragð ætti að vera af nýjum Kristal.

Á Facebook-síðu Kristals var kallað eftir hugmyndum um hvaða bragð ætti að vera af nýjum Kristal. Hugmyndirnar voru síðan teknar saman og hægt var að kjósa á milli þeirra sem oftast voru nefndar. Næsta skref var svo að hóa saman smakkráði sem fékk það hlutverk að blindsmakka bragðprufur. Þátttakendur gáfu bragðprufunum síðan einkunn og þegar niðurstöðurnar lágu fyrir var ljóst að jarðarberja- og límónubragð hafði fengið hæstu einkunnina.

 

Umbúðir
Sjónvarp
Vefhönnun

Fleiri verkefni fyrir Ölgerðin

Back to top