Olís

Ævintýraeyjan 2014

Herferð

OLÍS OG POLLAPÖNK

Sumarleikur Olís, Ævintýraeyjan, var með splunkunýju sniði sumarið 2014. Í stað hefðbundinnar stimplasöfnunar í þar til gerð kort fór leikurinn fram á vefnum og efnt var til samstarfs við hina geðþekku gleðisveina í hljómsveitinni Pollapönk. Pollapönkarar vörpuðum fram myndbandsspurningum á olis.is og rétt svör gáfu ýmisskonar glaðninga á Olís-stöðvum, auk þess sem þátttakendur gátu átt von á veglegum og skemmtilegum vinningum.

 

Pollapönkarar voru áberandi í öllu kynningarefni auk þess sem þeir mættu reglulega og skemmtu á Olís-hátíðum vítt og breitt um landið. Pollavörurnar (Pollaís, Pollaópal og Pollahöfuðklútar) runnu út eins og heitar lummur. 
Herferð
Prent
Herferð
Ævintýraeyjan
Sjónvarp
Vefhönnun
Vefhönnun
Prent

Fleiri verkefni fyrir Olís

Back to top