Olís

Vinur við veginn

Sjónvarp

Vinur við veginn

Olís hefur undanfarin sex ár lagt sérstaka áherslu á vinalegheit og undirstrikað þau með slagorðinu „vinur við veginn“. Hvert sem erindið er vill Olís gjarnan vera hinn hjálpsami vinur sem fólk getur leitað til á ferðum sínum. Í nýjum ímyndarauglýsingum er þessi tónn sleginn, en þar fylgjum við eftir tveimur hjálpsömum Olís-starfsmönnum sem létta undir með fólki í hversdagsamstri dagsins. Leikstjórn var í höndum Lalla Jóns og gamla Hljómalagið „Er hann birtist“ var endurgert sérstaklega fyrir auglýsinguna, af Hjálmum og Mr. Zilla.
 
Sjónvarp
Sjónvarp
Sjónvarp

Fleiri verkefni fyrir Olís

Back to top