Pfaff

Sennheiser MOMENTUM

Herferð

Sennheiser MOMENTUM

Sumarið 2013 kynnti Pfaff nýja línu Sennheiser heyrnartóla, MOMENTUM. Markmiðið með herferðinni var að ná til „YouTube-kynslóðarinnar“ og yfirleitt allra þeirra sem hlusta mikið á tónlist á stafrænu formi, tónlistarmanna, sem og tónlistarunnenda almennt. 

Við framleiddum fjölda myndbanda með þekktu íslensku tónlistarfólki sem lýsti aðdáun sinni á Sennheiser MOMENTUM. Einnig var beitt óhefðbundnum aðferðum til að vekja athygli, m.a. annars var Instagram-leikur í samstarfi við útvarpsstöðina X-ið 977 þar sem risavaxin heyrnartól voru sett á styttur bæjarins. Risaveggspjöld voru sett upp víða um bæinn, prentauglýsingar birtust í prentmiðlum og netborðar á vefmiðlum. Mestur var þó slagkrafturinn á samfélagsmiðlunum þar sem myndböndin dreifðu sér eins og vindurinn.

Sennheiser MOMENTUM stimplaði sig rækilega inn og notendahópurinn er mjög dreifður, hvort sem er í hljóðverum landsins eða líkamsræktarsölum.

www.pfaff.is
 
Herferð
Prent
Prent
Sennheiser MOMENTUM
Sjónvarp
Back to top