Stígamót

Sjúk ást

Sjúk ást

Sjúk ást er fræðsluátak sem Stígamót standa fyrir. Markmiðið með átakinu er að fræða ungmenni um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og valdefla ungt fólk til að bera kennsl á einkenni ofbeldis og setja mörk í eigin samböndum.

Fyrir átakið unnum við ýmislegt: vefsíðu, myndbönd, strætóskýli, plaköt, húfur, boli, blöðrur og gervitattú. Megnið af efninu unnum við innanhúss en fengum Sögu Sig til að taka ljósmyndir fyrir plaköt og samfélagsmiðlaefni. Á vefsíðunni www.sjukast.is er hægt að fræðast um allt sem málefninu tengist og skrifa undir áskorun til menntamálaráðherra til að bæta kynfræðslu í skólum.

Við erum gríðarlega stolt af verkefninu og þökkum frábært samstarf við alla sem að verkefninu komu, sér í lagi starfsfólk og sjálfboðaliða Stígamóta sem ávallt nálgast þennan erfiða málaflokk af einstakri fagmennsku og virðingu.

 

Fleiri verkefni fyrir Stígamót

Back to top