Unicef

Dagur rauða nefsins 2014

Herferð

KLUKKAÐ TIL GÓÐRA VERKA

Það var okkur sönn ánægja að leggja hönd á plóg á degi rauða nefsins, árlegri söfnun Unicef á Íslandi. Í ár var markmiðið að fjölga heimsforeldrum með því að fá núverandi heimsforeldra til að klukka vini og kunningja og skora þannig á þá að slást í hópinn. Páll Óskar fór fyrir fríðum flokki fólks sem sat fyrir á myndum í auglýsingum sem hvöttu til „klukks“. 

 

Hægt var að klukka í gegnum sérstakt app á Facebook, en einnig var minnt á daginn með auglýsingum í öðrum miðlum. Árangurinn lét ekki á sér standa, en um 3000 manns bættust í hóp heimsforeldra Unicef á meðan átakinu stóð auk þess sem fjöldi heimsforeldra hækkaði mánaðarlega styrktarupphæð.

www.unicef.is

Prent
Prent
Samfélagsmiðlar
Back to top