seo til geo heromynd 2 scaled

ATH. FULLT ER Á VIÐBURÐINN!

Morgunfundur um áhrif gervigreindar á leitarniðurstöður.

föstudaginn 14. nóvember kl. 9:00.

Gervigreind hefur djúpstæð áhrif á leitarniðurstöður og hvernig fólk leitar að upplýsingum. Fjórða víddin er komin inn. Hvað er að gerast? Hvernig er hægt að bregðast við?

Við sjáum organic traffík minnka verulega á fjölmörgum vefsíðum, hvort sem unnið er í WordPress eða öðrum CMS-kerfum, þrátt fyrir fjárfestingu í SEO og góðu efni. Ástæðan er meðal annars sú að AI Mode, Gemini og ChatGPT hafa tekið yfir stóran hluta upplýsingaleitar, þar sem notendur fá svörin strax frá gervigreindartólum og ljúka ferlinu þar (zero-click results). 

Þessar djúpstæðu breytingar eru að gerast hratt. Á fundinum verður fjallað um þessi nýju trend, hvað raunverulega er að gerast og hvernig fyrirtæki geta tekið næstu skref á tímum óvissu. Við tölum um „fjórðu víddina“ þegar gervigreindin er tekin við, nýja tegund af efni sem skilar betri árangri ásamt öðrum hagnýtum ráðum.

Sjáumst hress í Kaaberhúsinu, föstudaginn 14. nóvember kl. 9:00.

ATH. Bílastæði við húsakynni okkar að Guðrúnartúni 8 eru fyrir framan húsið (gjaldskyld, svæði 3), meðfram Sæbraut. Gengið er inn í húsið úr portinu, niður tröppur á bak við. Verið velkomin!
Vegna framkvæmda eru bílastæðin færri en venjulega. Því mælum við með að vera á fyrra fallinu til að tryggja sér stæði.

Staðsetning

PiparTBWA Guðrúnartún 8, 105 RVK.
Föstudaginn 14. nóvember kl. 9:00–10:30

Dagskrá

09:00 SEO til GEO: Staðan í dag
09:30 How AI Mode works
10:00 Spurningar og umræður

Kaffiveitingar í boði.

Fullt er á þennan viðburð. Skráðu þig á fréttabréfið okkar til að missa ekki af tilkynningum um næstu viðburði.

Skrá mig á póstlista

    Fyrirlesarar

    Hreggviður S. Magnússon

    Hreggviður er framkvæmdastjóri Ceedr á Norðurlöndunum og situr í framkvæmdastjórn PiparTBWA. Ceedr er tækni- og vaxtarstofa sem þróar áhrifaríkar leiðir til að ná árangri á netinu með heimsklassa stafrænum herferðum. Í starfi sínu hefur Hreggviður unnið að þróun herferða á Íslandi, Norðurlöndunum, Evrópu og Bandaríkjunum fyrir fjölmörg fyrirtæki. Uppbygging á stafrænni stefnu, stafrænum herferðum og notkun gagna við ákvörðunartöku er á meðal verkefna sem hann hefur unnið ásamt notkun á efnismarkaðssetningu og ePR á stafrænum miðlum.

    Lauri Cederberg

    Lauri Cederberg er MarTech Lead hjá Ceedr og starfar í Helsinki í Finnlandi. Hann kom til Ceedr frá einu af stærri upplýsingatæknifyrirtækjum Norðurlandanna, Visma, þar sem hann leiddi stafræna vegferð markaðsmála. Lauri hefur ástríðu fyrir tækni, vinnur með sjálfvirkni og markaðstækni til að hámarka árangur fyrir viðskiptavini Ceedr í Finnlandi og víðar á Norðurlöndunum.
    Lauri