Artboard 1 100 2

Íslenskt lambakjöt

Ferskt lamb í febrúar

Ferskt íslenskt lamb er eitthvað sem við höfum hingað til aðeins getað fengið á haustin. Í febrúar varð hins vegar breyting þar á, því markaðsstofan Íslenskt lambakjöt stóð í fyrsta sinn fyrir Ferskum dögum. Í boði var takmarkað magn af fersku íslensku lambakjöti frá handverksframleiðslunni í Brákarey, sem aðeins var framreitt á veitingastöðunum Skál og Tides og selt í Me&Mu, Ljómalind og Pylsumeistaranum.

Við gerðum myndbönd, tókum ljósmyndir og útbjuggum alls konar auglýsingar til að kynna Ferska daga og íslenska lambið eins og það gerist best.

Artboard 2 100

Artboard 3 100