Markmið verkefnisins er að dreifa 100 frábærum sögum um Ísland, vekja athygli á ágæti ferðaþjónustunnar á erlendri grundu og nota til þess sannreynda aðferðafræði með markvissri dreifingu efnis og mætti samfélagsmiðla.
#100storiesfromiceland verkefni Pipar\Engine er unnið í samvinnu við Íslandsstofu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.
Við bjóðum minni ferðaþjónustufyrirtækjum fría dreifingu efnis og þjónustu. Leggjumst öll á eitt og segjum okkar einstöku sögu, að Ísland sé ennþá eitt öruggasta land í heimi til að heimsækja, með fallegustu náttúru alheimsins og allt sé opið. Sameiginlegt átak þar sem ferðaþjónustan sameinast í að segja 100 sögur frá Íslandi!
Hvað þarf?
400–500 orða grein/texta á ensku (sem inniheldur tilvitnun(e.quote) frá fyrirtæki)
1–2 myndir sem tengjast texta
Upplýsingar um tengilið fyrirtækis (nafn einstaklings, heimilisfang, sími, netfang, vefur)
Hlekkur á PR Template – til hliðsjónar
Pipar\Engine sér svo um að yfirfara allan texta, aðlaga hann og endurskrifa ef þörf er á. Sérfræðingar stofunnar birta greinar á völdum miðlum, t.d. í gegnum Cision PR tólið, Webwire.com, eNewswire og fleiri. Í einstaka tilfellum verða greinar endurskrifaðar í 2–3 útgáfur fyrir aukna dreifingu.
Hvert ferðaþjónustufyrirtæki fær svo hlekk á sína fréttadreifingu og hvetjum við alla til að dreifa og deila hlekknum á fréttina á eigin samfélagsmiðlum.
Hashtag notkun:
Alltaf: #100storiesfromiceland
Má líka:
#iceland
#icelandnature
#icelandtrip
#inspiredbyiceland
# – eigið brand
Það er ekki kraftur í einni deilingu, en með fjöldanum kemur krafturinn!
Pipar\Engine safnar gögnum, allt frá því hverjir lesa greinarnar, hverjir taka þær og birta á eigin miðlum og svo framvegis til þess að skoða áhrif verkefnisins.