Pipar\MEDIA

Pipar\MEDIA snýst um birtingar og birtingaáætlanir. Markaðsrannsóknir og fjölmiðlakannanir eru grunnurinn að vönduðum birtingaáætlunum, svo þú náir athygli.

Pipar\MEDIA

Við svörum stóru spurningunum: Hvar? Hvenær? Fyrir hverja? og Hve mikið?

Mikilvægt er að hámarka árangur markaðsstarfs og virði auglýsingafjármagns með réttum birtingum.

Pipar\MEDIA hefur yfirgripsmikla þekkingu á fjölmiðlanotkun á Íslandi. Ráðgjafar okkar rýna í gögn um lestur, hlustun, áhorf, birtingar, smelli, umferð um götur, stöðu vörumerkja á samkeppnismarkaði, neytendahegðun og breytingar á markaði.

Við tryggjum auglýsendum birtingar sem ná til augna og eyrna viðskiptavina þeirra. Við viljum ná fram æskilegu auglýsingaáreiti til þess að skila hámarksárangri. Allar birtingaáætlanir byggjum við á gögnum og markaðsrannsóknum sem við höfum aðgang að. 

Til þess að viðskiptavinir okkar hafi yfirsýn yfir væntanlegar birtingar auglýsingaherferða bjóðum við þeim að skrá sig inn í birtingakerfi auglýsinga. Hægt er að skoða einstaka herferðir, tímabil, kostnað, áreiti og miðla sem nýtist til að bera saman árangur milli mánaða, ára eða auglýsingaherferða. Mikilvægt er að skoða hvað liggur að baki velgengni fyrirtækja eða vörumerkja og hvernig birtingar auglýsinga hafa áhrif á hana.

Pipar\MEDIA styðst við bestu fáanlegar markaðsrannsóknir á Íslandi. Fjölmiðlarannsóknir Gallup (ljósvaka-, prent- og vefmælingar) veita upplýsingar um áhorf, hlustun, lestur og flettingar fyrir alla markhópa. Við keyrum saman gögn um ólíka miðla og miðlategundir til að setja saman besta fáanlega birtingaplanið hverju sinni. Neyslu- og lífsstílskönnun veitir innsýn í lífsstíl, lífsskeiðshópa, þróun neyslu, helstu venjur, kauphegðun og viðhorf í samfélaginu.

Auglýsingamarkaðurinn, gögn úr fjölmiðlamælingum og vefborða mælingum gera okkur kleyft að fylgjast vel með áreiti birtinga okkar viðskiptavina jafnt sem samkeppnisaðila. Vegagerðin og Hagstofan koma líka við sögu en þaðan fást mikilvæg gögn til að meta allt frá gildi umhverfismiðla til atvinnuvega, samfélags og íbúatölfræði.