Pipar\ENGINE

Við erum leiðandi í Evrópu í stafrænni markaðssetningu.

Stafræn auglýsingastofa

PiparENGINE er maskínan okkar í stafrænni markaðssetningu. Internetið og snjalltæki eru vettvangurinn þar sem viðskiptavinir og vörumerki mætast og við sjáum til þess að þínir viðskiptavinir finni þig.

Við höfum unnið í stafrænni markaðssetningu frá árinu 1994 fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Á þeirri vegferð höfum við aflað okkur þekkingar sem við erum tilbúin til að deila með þér. Við sinnum störfum okkar af ástríðu og árangurinn sem við höfum náð fyrir hönd okkar viðskiptavina ber þess merki.

Við gerum stöðumat og greinum gögnin þín. Við mótum heildstæða stafræna stefnu og sjáum um það fyrir þig að hrinda henni í framkvæmd. Við mögnum upp skilaboðin til viðskiptavina þinna með framúrskarandi hönnun og innihaldsríku efni. Leitarvélabestun og leitarvélamarkaðssetning auk stafrænna almannatengsla og umsjón samfélagsmiðla eru daglegu verkefnin okkar.

Árangurinn sem við höfum náð fyrir hönd viðskiptavina okkar hefur verið tilnefndur til verðlauna og við höfum verið þess heiðurs aðnjótandi að hreppa nokkur þeirra, þar má nefna Global Search Awards og European Search Awards

Við erum sveigjanleg og störfum í hröðum stafrænum heimi, en sem sjálfstæð eining innan PiparTBWA eigum við greiðan aðgang að reynslu og hæfileikum hefðbundinnar auglýsingastofu með áratuga reynslu þegar kemur að hönnun, textaskrifum, vefsíðugerð, framleiðslu auglýsinga og stefnumótun.

Þjónusta

Við vitum að stafrænt viðskiptaumhverfi þróast hratt, rétt eins og íslensk náttúra. Við erum því vön að bregðast fljótt og vel við breyttum aðstæðum og aðlögum okkur að breyttu landslagi en reynum alltaf að vera skrefi á undan.

PartnerBadgeClickable
Google Partner Certification
Google Ads Search Certification copy
Google Ads Search Certification
Google Ads Apps Certification copy
Google Ads Apps Certification
Shopping Ads Certification copy
Shopping Ads Certification
Google Ads Display Certification copy
Google Ads Display Certification
Google Ads Video Certification copy
Google Ads Video Certification