2021 04 Fimmtudagur finalist
08/04/2021

Pipar\Engine með 11 tilnefningar

Við höfum átt býsna miklu láni að fagna í Pipar\Engine að undanförnu, jafnt hvað varðar verkefni og tilnefningar á sviði stafrænna auglýsinga. Nýjasti viðskiptavinurinn er sænska Voi, eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu sem framleiðir rafskutlur. Voi valdi PiparEngine til að sjá um dreifingu á stafrænum miðlum (performance) þ.e. sjá um stafrænar auglýsingar fyrirtækisins á Google, Facebook, Instagram, Snapchat og TikTok. Þetta er mikil viðurkenning á okkar færni og þekkingu.

Því til viðbótar fengum við síðan heilar 11 tilnefningar í The European Search Awards, sem líkja má við EM í fótboltanum, en það mesta sem okkur hefur hlotnast hingað til í sterkri samkeppni við stærstu stofurnar í Evrópu sem sumar telja allt að 500 manns. Þetta er mikil viðurkenning á okkar vinnu, enda erum við stolt og ekki síður fyrir hönd þessara viðskiptavina okkar sem eru norska ullarvörumerkið Lanullva, Olís og Verkfærasalan.