Við erum skrifstofa PiparTBWA í Reykjavík. Einkennismerki okkar er Disruption® en með því stefnumótunartóli aðstoðum við vörumerki við að feta ótroðnar slóðir og skapa sérstöðu.
Um okkur
Við erum hluti af TBWA-auglýsingastofukeðjunni sem telur yfir 300 auglýsingastofur víðsvegar um heiminn. Þar með getum við skoðað árangur ótal herferða annarra TBWA-stofa til að læra af þeim og deila með viðskiptavinum okkar dýrmætri reynslu af markaðsstarfi erlendis.
Við vinnum með hugmyndir alla daga og látum þær verða að veruleika. Vörumerki eru óaðskiljanlegur hluti af menningu okkar en lætin þarna úti eru mikil og ótal margt sem lokkar athygli neytenda. Til að vörumerki skíni og nái í gegn skipta hugmyndaauðgi og fagleg vinnubrögð öllu máli, því við viljum ná árangri fyrir viðskiptavini okkar.
Við vinnum við birtingar auglýsinga á öllum hugsanlegum miðlum og til þess höfum við birtingaráðgjafana okkar hjá PiparMEDIA. Grunnurinn að hæfilegu auglýsingaáreiti liggur í markaðsrannsóknum og lífstílskönnunum ásamt faglegum vinnubrögðum við uppsetningu birtingaáætlana, þar sem þarf að finna hæfilega blöndu birtinga auglýsinga í sjónvarpi, útvarpi, prentmiðlum, stafrænum miðlum og samfélagsmiðlum.
Við vinnum stafræna markaðssetningu frá A til Ö. Ceedr heldur utan um þræðina sem liggja um vefmiðla og leitarvélar. Skýr stafræn stefnumótun og skýrir árangursmælikvarðar á stafrænar auglýsingaherferðir hafa skilað stórkostlegum árangri fyrir viðskiptavini okkar og nokkrum alþjóðlegum verðlaunum í hús. Við erum leiðandi í Evrópu á sviði stafrænnar markaðssetningar.
Verðlaun
Fyrir viðskiptavini okkar höfum við unnið til verðlauna fyrir auglýsingar og leitarherferðir. Fyrir KFC íslenskt í 40 ár auglýsingaherferðina, hlutum við ÁRU á Lúðrahátíðinni 2021 en ÁRA er veitt árlega fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Þar þurfa allir þættir sem máli skipta fyrir góðan árangur að fara saman; áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.
Fyrir Lanullva sem er norskt fjölskyldufyrirtæki hlaut Ceedr Evrópsku leitarverðlaunin í flokki tísku. Við höfum einnig hlotið verðlaun og verið tilnefnd til FÍT verðlaunanna, Glerljóns í Cannes, Clio verðlaunanna, Cresta verðlaunanna og ADC*E Art Directors Club of Europe.