Sérfræðingur í netverslun

FINDS leitar að sérfræðingi í netverslun (E-Commerce Specialist).

Finds logo svart rgb

Um starfið

Góð netverslun snýst um flæði, þjónustu og upplifun. Sem sérfræðingur í netverslun hjá FINDS munt þú vinna með Shopify, Magento, WooCommerce, Klaviyo og fleiri verkfæri sem tengja saman hönnun, tækni og fólk. Þú gegnir einnig lykilhlutverki í verkefnastjórnun.

Helstu verkefni:

  • Sjá um og þróa Shopify-verslanir fyrir þekkt íslensk vörumerki.
  • Skipuleggja og vinna verkefni með hönnuðum, forriturum og markaðsfólki.
  • Setja upp og fínstilla herferðir í Klaviyo og öðrum markaðstólum.
  • Greina gögn og finna tækifæri til að bæta árangur.
  • Vinna með sjálfvirkni og gervigreind og finna nýjar leiðir til að bæta upplifun viðskiptavina.

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur reynslu af netverslun og markaðssetningu.
  • Skilur gögn, ferla og árangursmælingar.
  • Hefur reynslu af smásölu og/eða skilur áhrif góðrar þjónustu og framsetningar á viðskiptavini.
  • Hefur hæfni í verkefnastjórnun.
  • Er forvitinn, skipulagður og drífandi.

Umsóknarfrestur er til 26. nóvember.

Finds svart og blatt

Um FINDS

Við hjá FINDS erum sérfræðingar í netverslun og vinnum með mörgum af þekktustu vörumerkjum landsins. Við byggjum lausnir sem tengja saman góða hönnun, tækni og mælanlegan árangur í markaðsstarfi. FINDS er hluti af Pipar\TBWA og Ceedr.

Ert þú manneskjan sem við leitum að?

Sendu okkur stutta kynningu eða sýnishorn af vinnu sem sýnir hvernig þú hugsar. Við erum ekki að leita að fullkominni ferilskrá, heldur forvitni, skipulagi og jákvæðri orku.

Staðsetning: Guðrúnartún 8, Reykjavík
Vinnutími: 9–17
Tungumál: íslenska og/eða enska

 

Upplýsingar og umsóknir