Verðlaunagripur.
06/05/2021

ÁRA í hús

Við erum afar stolt af því að hafa fengið ÁRU á Lúðrahátíðinni en ÁRA er veitt árlega fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Þar þurfa allir þættir sem máli skipta fyrir góðan árangur að fara saman; áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Herferðin heitir KFC – íslenskt í 40 ár þar sem beitt var húmor með íslenskum Sanders. Herferðin fór í gang áður en Covid-19 skall á og þá bættust við áherslur á öryggi, lúgu og snertilaus viðskipti. Gerðar voru breytingar á appinu og búin til vara sem heitir PikkApp sem gerði það að verkum að viðskiptavinir þurftu ekki að koma inn á staðinn og/eða að bíða í langri röð sem myndaðist við bílalúguna. Við sendum djúpsteiktar kveðjur til okkar kæra KFC með innilegum hamingjuóskum.

Sanders með jólapakka.