jola kfc
03/12/2020

KFC – Íslenskt í 40 ár

Til þess að fagna 40 ára afmæli KFC á Íslandi bjuggum við til alíslenskan Colonel Sanders, en Sanders þessi stofnaði KFC-keðjuna í Kentucky-fylki Bandaríkjanna árið 1930. Með hlutverk ofurstans fer Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.

Herferðin er unnin í samvinnu við Halldór og Republik en Magnús Leifsson leikstýrir leikna hlutanum. Svenni Speight tekur ljósmyndir, Margrét Einarsdóttir sér um búninga og Ragna Fossberg um gervið.

Afmælisárið hefur vissulega verið óhefðbundið en ofurstinn hefur fundið ótal leiðir til þess að fagna. Öllum góðum vættum sé lof fyrir lúguna á KFC.