Trúnaðaryfirlýsing

Við tökum persónuvernd og friðhelgi einstaklinga mjög alvarlega. Þessi trúnaðaryfirlýsing útlistar hvernig upplýsingum er safnað við notkun þessarar vefsíðu, hvernig upplýsingarnar eru geymdar og hvernig þær eru nýttar. Við notum IP-tölur notenda til að greina vandamál á vefþjónum okkar og hafa umsjón með vefsíðum okkar. Þegar þú notar þennan vef verða til upplýsingar um heimsóknina. Pipar\TBWA miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Gagnasöfnun

Einu persónuupplýsingarnar sem við söfnum eru nöfn og netföng. Pipar\TBWA notar þessar upplýsingar til að senda út upplýsingar og tilkynningar sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Netföngin eru geymd á vefþjóni Mailchimp (The Rocket Science Group LLC) þar til óskað er eftir því að upplýsingarnar verði fjarlægðar.

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn og til að þekkja aftur fyrri notendur. Pipar\TBWA notar vafrakökur sparlega og af ábyrgð. Notendur geta sjálfir stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim alfarið. Pipar\TBWA notar Google Analytics til vefmælinga. Í hvert sinn sem vefurinn er heimsóttur eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning heimsóknar, leitarorð sem notuð eru til að finna vefinn, frá hvaða vef er komið og gerð bæði vafra og stýrikerfis þess sem heimsækir vefinn. Upplýsingarnar sem safnað er eru notaðar til að þróa og bæta vefinn svo hann verði aðgengilegri og þægilegri í notkun. Engum öðrum upplýsingum um hverja komu er safnað. Upplýsingarnar sem safnað er eru ekki tengdar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

SSL skilríki

Vefurinn notast við svokölluð SSL skilríki. Það þýðir að öll samskipti fara fram yfir dulritað burðarlag sem gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL skilríki koma í veg fyrir að þriðji aðili komist yfir gögn, s.s. lykilorð, sem send eru í gegnum vefinn. Upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara eru dulkóðaðar með SSL skilríkjunum. Gögnin sem flutt eru á milli skila sér þannig á öruggan og réttan máta.

Póstlistar og áskrift að efni

Notendur geta skráð sig á póstlista og komið í áskrift að efni frá Pipar\TBWA. Efnið er sent á netföng sem skráð hafa verið í áskrift. Netföngin eru vistuð á vefþjóni Mailchimp og eru einungis vistuð í þeim tilgangi að senda út fréttir og upplýsingar frá Pipar\TBWA. Neðst í hverjum pósti sem sendur er út til notenda er tengill sem hægt er að smella á til að segja sig úr áskrift.

Aðrir vefir

Reglur Pipar\TBWA um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Vefir sem vísað er í af vef Pipar\TBWA eru utan ábyrgðar Pipar\TBWA.

Hægt er að hafa samband í gegnum dpo@pipar-tbwa.is til að gera athugasemdir eða fá frekari upplýsingar.