Birtingahugtök

Dekkun (reach %)

Dekkun segir til um hversu margir í markhópnum eiga möguleika á að sjá eða heyra auglýsinguna a.m.k. einu sinni á birtingatímabilinu. Dekkun er mæld í prósentum – 50% dekkun þýðir að 50% fólks í markhópnum hefur tækifæri til að sjá auglýsinguna.

Tíðni (frequency)

Með tíðni er átt við hversu oft fólk í markhópnum hefur möguleika á að sjá auglýsinguna. Tíðnin 2 þýðir tækifæri til að sjá auglýsinguna tvisvar sinnum á tímabilinu.

Snertiverð (Cost Per Thousand, CPM)

Kostnaður í krónum fyrir hverjar 1000 birtingar á vefmiðlum. Mikilvægt er að fylgjast með fjölda birtinga á vefmiðlum og bera saman verð milli miðla.

GRP (Gross Rating Point)

Margfeldi dekkunar og tíðni. GRP-gildi er notað til að meta áreiti – því hærra GRP-gildi, því meira er áreiti auglýsingar.

Birtingar auglýsinga

Við byggjum á markaðsrannsóknum og útbúum birtingaáætlanir fyrir viðskiptavini okkar. Til þess að þú hafir yfirsýn yfir auglýsingaherferðir bjóðum við upp á innskráningu í birtingakerfi