Fátt er mikilvægara fyrirtækjum en að eiga góð samskipti við almenning. Forsenda slíkra samskipta er að vita hvað á að segja, hvar og hvenær á að segja það, hvers vegna það skiptir máli og hvernig á að fylgja því eftir.
Samskipti fyrirtækja við almenning þurfa því að byggja á faglegri stefnumótun og skipulagningu þar sem skýr skilaboð um vörumerkið eru í forgrunni.
Almannatengsl eru stefnumótandi samskiptaferli sem byggir upp gagnkvæm tengsl milli fyrirtækja og almennings.
Allt efni og öll skilaboð þurfa að segja sömu sögu hvort heldur sem er í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, við símsvörun, í tölvupóstsamskiptum, á heimasíðum, á viðburðum eða í samtölum bæði þegar vel gengur og þegar áskoranir koma upp.
Við hjá FEED erum sérfræðingar í að tala við fólk. Við þekkjum fjölmiðla út og inn og vitum hvað virkar og hvað ekki á samfélagsmiðlum, vefsíðum, í fjölmiðlum og fréttabréfum.
Í nánu samstarfi við Ceedr, sem sérhæfir sig í stafrænum almannatengslum (ePR), bjóðum við heildræna þjónustu sem heldur vörumerkjum sýnilegum og í tengingu við almenning.
Almannatengsl þurfa tíma, uppbyggingu og traust. Þau eru ekki bara verkfæri sem gripið er til þegar eitthvað kemur upp á heldur er markmið þeirra að gæta að orðspori vörumerkja, byggja þau upp og láta þau skína.