VIRK

Gefst ekki upp

Auglýsingaherferðin Gefst ekki upp er samvinnuverkefni VIRK – starfsendurhæfingar, nokkurra stéttarfélaga, ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og Landssambands lífeyrissjóða.

Fólk getur fallið út af vinnumarkaði af margvíslegum ástæðum og það er mikilvægt að samfélagið í heild taki vel utan um þá einstaklinga og hjálpi þeim að fóta sig aftur úti á vinnumarkaði. Framlag allra skiptir máli, bæði fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan, en markmið herferðarinnar var að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að skoða ráðningar með opnum huga. Samhliða auglýsingaherferðinni var vefsíðan verumvirk.is sett í loftið en þar geta fyrirtæki sem vilja nýta sér krafta VIRK skráð sig.

Framleiðsla var í höndum SKOT Productions og Þorbjörn Ingason leikstýrði. Guðmundur Óskar Guðmundsson annaðist útsetningu en í auglýsingunni syngur Valdimar Guðmundsson íslenskan texta Sævars Sigurgeirssonar við lag Peters Gabriels, Don’t Give Up.

Gefst ekki upp - heilsíða
Virk - kona í hjólastól