Auglýsingaherferð fyrir Lanullva ullarfatnað

Lanullva

Lanullva ullar-fatnaður

Lanullva er ullarvörufyrirtæki í Norð-Vestur Noregi, sem stofnað var af hjónunum Brit Vinje Lyngstad og manni hennar Eili árið 1994, þegar hún fann upp nýja prjónaaðferð sem jók einangrunargildi ullarinnar um 30%.

Lanullva vörumerkið fékk andlitslyftingu í meðförum PiparTBWA ásamt því að farið var í stafræna stefnumótun og gerðar voru breytingar á stafrænum auglýsingum þeirra.

Par fyrir utan sumarhús.

Markmið

Aðalmarkmið var að ná til nýrra viðskiptavina og auka þannig vöxt fyrirtækisins. Fyrir Lanullva voru settir upp lykil-árangursmælikvarðar en þau höfðu t.d. ekki unnið áður með kostnaðarhlutfall sem árangursmælikvarða. Því var sett markmið um að halda kostnaðarhlutfalli undir 50%.

Markmið var að auka sölu um 50% til nýrra viðskiptavina miðað við fyrra ár. Því til viðbótar var sett það háleita markmið að auka sölu sem ekki væri tengd vörumerkinu enn frekar og þar settum við stefnuna á 150% miðað við fyrra ár.

<50% Kostnaðarhlutfall
+50% söluaukning til nýrra viðskiptavina
+150% söluaukning ótengt vörumerki

Lausnin

Markhópurinn sem við miðuðum á er:

  • Konur og karlar
  • 18 – 54 ára
  • Áhugamál: útivist og hreyfing


Það sem við gerðum var:

  • Google auglýsingar
  • Facebook auglýsingar
  • DV360
  • Endurmörkun vörumerkis
  • Endurmiðunarherferðir fyrir núverandi og nýja viðskiptavini
Facebook-auglýsing.
Höstfest.
Vefborði.

Árangurinn

Árangurinn af endurskipulagningu stafrænnar stefnu fyrir Lanullva og gagngerar breytingar á stafrænum auglýsingum þeirra hefur undið upp á sig, svo við vorum beðin um að gera meira þegar við vorum búin að taka Google auglýsingarnar í gegn.

Herferðin hefur gert það að verkum að stjórnendur fyrirtækisins tóku ákvörðun um að breyta stafrænni stefnu yfir í það að vera síkvik (e. Always-on strategy), svo við höldum áfram að vinna fyrir Lanullva.

Herferðin var tilnefnd til European Search Awards 2021 og hlaut verðlaunin í flokknum besta notkun leitar í tísku.

Search awards winner logo.
Graf - revenue-and-cost
Graf - google-ads.