Með öllum nýjum bílum frá Toyota á Íslandi fylgir 3 ára þjónusta og 7 ára ábyrgð. Þessu vildum við koma til skila á einfaldan og skiljanlegan hátt og sáum þann kost vænstan að nota kettling í myndmálið.
Umstang í kringum fjölskyldubílinn er víst eitthvað sem veitir fáum sérstaka gleði og að þurfa að borga fyrir það að auki er heldur ekki til bóta. Nálgunin er því einföld: áhyggjuleysi, tíma- og peningasparnaður, þægindi og góð tengsl við viðskiptavininn.
Já, og auðvitað fallegur kettlingur.