Stafræn almannatengsl
Stafræn almannatengsl, eða Electronic Public Relations eru þjónustuþáttur í stafrænu vöruframboði sem við hjá Ceedr höfum sérhæft okkur í og árangurinn sem við höfum náð fyrir hönd viðskiptavina okkar er framúrskarandi.
Til þess að byggja upp traust og efla vörumerki, ásamt því að auka vitund um vörumerkið, gegna stafræn almannatengsl mikilvægu hlutverki. Við sköpum vefefni með skýrum markmiðum, það skorar hátt á leitarvélum og við náum í gegnum áreitið sem dynur á markhópnum þínum.
Stafræn almannatengsl eða rafrænar fréttatilkynningar eru þannig góð leið til þess að segja frá:
- Nýrri vöru eða þjónustu
- Uppfærslum á vörum eða hjá fyrirtækinu
Þannig höldum við viðskiptavinum vel upplýstum og áhugasömum um vörumerkið.
Gæði vefefnisins eru lykilatriði þegar kemur að stafrænum almannatengslum. Því höfum við á að skipa textasmiðum sem eru snillingar í því að finna akkúrat réttu orðin til þess að koma skilaboðum til skila og þar byggjum við á viðeigandi leitarorðum, þeim sem þú vilt finnast undir og standa fyrir. Sköpunarkrafturinn sem leystur er úr læðingi með réttu orðunum og leitarorðunum gerir það að verkum að við komum þínum skilaboðum til skila, vítt og breitt.
Þessu til viðbótar verður virðisaukning með þeim tenglum sem verða til og vísa yfir á vefinn þinn, en með því móti styrkjum við enn frekar leitarvélabestunina.