Gervigreindaráskorunin Elemennt er opið vefnámskeið um þróun, hlutverk og möguleika gervigreindar sem ríkisstjórn Íslands ákvað að fjárfesta í til að styrkja íslensku þjóðina og auka samkeppnishæfni hennar. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Ísland.is, HÍ og HR og er hluti af aðgerðaráætlun fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni. Til að kynna verkefnið fengum við nokkra þjóðþekkta einstaklinga í lið með okkur, þar á meðal forsætisráðherra, til að sýna fram á við getum öll verið sérfræðingar á okkar sviðum, án þess að þekkja alla króka og kima þessarar nýju tækni, sem tekur æ meira pláss í samfélaginu og er mörgum okkar framandi. Á samfélagsmiðlum geta svo einstaklingar skorað á aðra að taka námskeiðið.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur