EON Element er norskt fyrirtæki, upphaflega sprotafyrirtæki. EON framleiðir einingar til húsbygginga með mjög litlu kolefnsisspori. Fyrir áhugasama má nefna að engin rafmagnsverkfæri þarf til að byggja hús úr einingunum. Fyrirtækið stóð frammi fyrir því að sýna í fyrsta sinn vöru sína á stórri sýningu og vantaði bæði merki og vefsíðu. Merkið er „smíðað“ úr einingunum sjálfum og hugmyndin er skírskotun í byggingu eða hús þar sem miðja merkisins er húshorn. Vefsíðan er hönnuð með einfaldleika og upplýsingagildi í huga og þar eru nýtt áfram sömu grafísku form sem merkið byggir á.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur