Sjúkt spjall, sem við gerðum fyrir Stígamót, er tilnefnt til Care Awards 2022, en verðlaunin eru veitt af samtökunum ACT Responsible fyrir framúrskarandi herferðir sem taka á mikilvægum samfélags- og umhverfismálum. Þeim var komið á fót árið 2008 í samstarfi við Evrópuþingið, til að vekja athygli á framlagi auglýsingageirans til málaflokksins. Þar á Sjúkt spjall svo sannarlega heima.
Og það er fleira í fregnum af erlendum vettvangi. Vefritið Muse by Clio fjallaði nýverið um herferðina Finndu muninn, sem við gerðum fyrir Blush. Agga Jónsdóttir, CD og CXD á Pipar\TBWA, var í viðtali í Muse vegna málsins. Þar segir hún frá herferðinni og hvernig við komum henni af stað af krafti með því að koma kynlífstækjum fyrir á fasteignamyndum af heimili Gerðar Arinbjarnardóttur, eiganda Blush, þegar hún setti húsið sitt á sölu.