sibs 1920x1080 1

SÍBS

Lífið snýst um litlu sigrana

Að baki hverjum stórum sigri eru yfirleitt fjölmargir litlar sigrar og á endanum eru það þeir sem skipta öllu máli. Við gerðum sjónvarpsauglýsingu fyrir Happdrætti SÍBS sem er bakhjarl Reykjalundar þar sem fjöldi fólks fær endurhæfingu eftir slys eða veikindi. Inntakið í auglýsingunum var að sýna fólkið sem raunverulega nýtur góðs af sölu happdrættismiðanna, að vinna sína litlu sigra í endurhæfingu og komast út í lífið á ný. Því stundum er stærsti sigurinn ekki að komast alla leið, heldur lengra en síðast eða jafnvel bara af stað. Fyrir þau skiptir Happdrætti SÍBS öllu máli.

Auglýsingin var framleidd í samstarfi við Norður, undir styrkri leikstjórn Álfheiðar Mörtu Kjartansdóttur. Atli Þór Alfreðsson ljósmyndaði.

troppukona 800x1100