Gögnin, greiningarnar, trendin og þekkingin. Það skilar árangrinum og um það hverfist gott gengi á verðlaunahátíðum eins og Global Search Awards en það var einmitt þar sem The Engine fékk fern verðlaun nú í sumar. Í flokkunum Best use of Data (PPC – Demicon), Best Global Campaign (PPC – Hertz Iceland), Best use of Search – Travel/Leisure (PPC – Hertz Iceland) og Best use of Search – B2B (PPC – Demicon). Til skýringar þá stendur PPC fyrir pay-per-click eða greitt fyrir smell.
Það er flókið að ná í markhópinn sinn og verður sífellt flóknara eins og allir vita, miðlarnir eru margir og margvíslegir og á sama tíma er bæði búið að einfalda þetta verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir en um leið að flækja það. Að vita upp á hár hvað einhver aðgerð á borð við Google-leit skilar í sölu á móti því fjármagni sem sett er í hana hlýtur að vera draumur hvers fjármálastjóra. Það er sá vettvangur sem okkar fyrirtæki, The Engine, starfar á en við erum einnig í Danmörku og Noregi..