vogaraflid
12/10/2023

Með vogaraflið að vopni

Í dag fór fram árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar og FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún var í beinni útsendingu á RÚV og er gaman að sjá hvað ráðstefnan stækkar ár frá ári. Alls hlutu 89 fyrirtæki og stofnanir viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar og erum við stolt af því að vera í hópi þeirra.

Fyrir ráðstefnuna unnum við auglýsingar og ráðstefnuefni en við erum einn af styrktaraðilum verkefnisins. Takk fyrir samstarfið Bernhard Kristinn og Jói B. – og sérstakar þakkir fær KK Band fyrir afnot af laginu.