Stríð, verðbólga og eldgos. Hvað eru gögnin að segja okkur um bókunarhegðun þetta árið í ferðaþjónustu? Hvernig er best að skipuleggja herferðir í takt við breytt landslag?
Vegna fjölda áhugasamra verður viðburðurinn í streymi á hlekknum hér: STREYMI
Vegna smæðar Íslands er nauðsynlegt að horfa út fyrir landsteinana og læra af alþjóðlegum verkefnum og herferðum. Íslenskur markaður hefur þó sína sérstöðu sem býður upp á einstök tækifæri í alþjóðlegum samstarfsverkefnum en jafnframt spilar inn í þessa sérstöðu hversu stutt er orðið milli hugmyndar og framkvæmdar. Það ríkir óvissa með margt; eldgos, stríð, háir vextir og verðbólga. Brýn nauðsyn er á góðri og snjallri markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu sem nýtir þessa óvissu sem tækifæri.
Við byrjum daginn á erindi um það hvernig íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta lært af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þessi morgunfundur gefur tækifæri til að læra beint af þeim sem hafa staðið í því að plana, smíða og framkvæmda flóknar markaðsherferðir á alþjóðavettvangi á óvissutímum. Jafnframt að sjá hvernig gögn um hegðun og bókunarferla hjálpa til við ákvarðanir og hvernig ný tækni breytir landslaginu í markaðssetningu á ferðaþjónustu. Þetta á við bæði um lítil og stór fyrirtæki og eru tækifærin ótalmörg.
100 sögur frá Íslandi: Kynning á metnaðarfullu verkefni Pipar\Engine í samvinnu við Íslandsstofu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.
Við kynnum metnaðarfullt átaks-verkefni, 100 sögur frá Íslandi, þar sem Pipar\Engine í samstarfi við Íslandsstofu bjóða minni ferðaþjónustufyrirtækjum fría efnisdreifingu og ráðgjöf. Leggjumst öll á eitt og segjum okkar sögu, að Ísland sé besta land í heimi til að heimsækja og allt sé opið. Sameiginlegt átak þar sem ferðaþjónustan sameinast í að segja 100 sögur frá Íslandi!
Sjáumst hress í Kaaber húsinu, mánudaginn 15. apríl kl 10:00.