Colas

Emmsjé Colas

Colas var hálfgerður leynigestur á Yulevenner, jólatónleikum Emmsjé Gauta, nú rétt fyrir hátíðarnar. Emmsjé Gauti kveðst enda vera alinn upp á malbiki og raunar vill svo til að hann starfaði eitt sumar við malbikun og vegavinnu hjá Colas. Það lá því beint við að taka þátt í tónleikunum hans. Við útbjuggum eina vel bikaða atvinnuauglýsingu með aðstoð gervigreindarinnar, þar sem rapparinn birtist upp úr bikinu, rennur saman við það aftur, tækin hafa hamskipti og ýmislegt fleira. Myndbandið var spilað á meðan Gauti flutti Malbik, eitt af sínum þekktari lögum og dansararnir stigu taktfastan malbiksdans íklæddir vestum og hjálmum sem voru fengnir að láni hjá vinnuflokkum Colas.
emmsje