The Engine Nordic, maskínan okkar í stafrænni markaðssetningu, fékk gullverðlaun fyrir besta notkun samfélagsmiðla í leitarherferð á verðlaunahátíðinni European Search Awards. Þetta var fyrir vinnu fyrir rótgrónu barnavöru- og leikfangaverslunarkeðjuna Sprell í Noregi sem opnaði sína fyrstu verslun árið 1996 í Ósló.
Megadom, pappamaðurinn sem dansar af gleði í Megaviku Domino‘s, hrepppti gullverðlaun PHNX í flokknum FILM: Post-production & VFX. Í sömu keppni hlaut annað verkefni tilnefningu en það var Vegasalt-verkefnið fyrir Sjúkást í flokknum: „DIGITAL: Websites, apps, banners, pop-ups etc.“
Og að lokum, við erum ansi ánægð með að fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR í okkar flokki.