Ceedr er nýtt vörumerki hins stafræna arms Pipars\TBWA, sem áður hét The Engine. Nýtt nafn og vörumerki var afhjúpað með viðhöfn á RIMC-ráðstefnunni sl. fimmtudag. Það er afraksturinn af ítarlegu og yfirgripsmiklu endurmörkunarferli þar sem hönnuðir og hugmyndafólk ásamt stafrænum snillingum á Íslandi og í Noregi leiddu saman hesta sína. Útkoman er Ceedr, leiðandi afl í stafrænni markaðssetningu hérlendis og í miklum vexti í Noregi, Danmörku og nú síðast Finnlandi.
Nafnið Ceedr er dregið af latneska orðinu ceed, sem þýðir að ‘hreyfa, uppskera, fara’. Það er einnig skylt -cede- sem finna má í orðum eins og succeed og proceed í ensku. En Ceedr er einnig vísun í enska sagnorðið seed, sem merkir ‘sá fræi’ og táknar þannig upphaf vaxtar og blómlegs lífs. Auk þess er sagnorðið seed þekkt fagorð í heimi stafrænnar markaðssetningar, þar sem stundum er talað um að „seeda auglýsingum eða efni til markhóps í gegnum Google, samfélagsmiðla o.s.frv.“ Rúsínan í pylsuendanum er síðan formúlan C+D = R, eða Creativity + Data = Results.