Á dögunum var frumsýnd í Bíó Paradís ný sænsk heimildamynd, The Gullspång Miracle. Samskipta- og samfélagsmiðladeildin aðstoðaði við kynningu á myndinni. Látið en „ljóslifandi“ fólk kemur töluvert við sögu í myndinni og í tilefni af frumsýningunni var efnt til kynningarviðburðar. Íslenskur spámiðill tók þátt í verkefninu þar sem hún lýsti þeim sem hún sá í bíóinu – en ekki endilega við hin. Úr þeim samtölum voru klippt þrjú myndbönd, Reimt í Paradís, sem birtust á Instagram og TikTok. Í kjölfarið var síðan haldin alvöru skyggnilýsing í Bíó Paradís og þar mætti fjöldi fólks – lífs og liðið.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur