Bónus hefur tekið við kostun á úrvalsdeild KKÍ í körfubolta – sem heitir nú Bónusdeildin. Auk merkis, ásýndar og ýmiskonar markaðsefnis gerðum við sjónvarpsauglýsingu þar sem við fengum nokkrar af stjörnum deildarinnar til að bregða á leik í ávaxta- og grænmetiskælinum – og á körfuboltavelli sem var útbúinn sérstaklega fyrir upptökurnar á lagernum í Bónus Miðhrauni. Í auglýsingunni birtist einnig kunnuglegt andlit Bónusstarfsmanns úr „Allt ódýrt“ auglýsingunni sem við gerðum fyrr í sumar, en hann er leikinn af Viktori Breka Auðunssyni.
Skjáskot framleiddi en Heimir Bjarnason og Pétur Magnússon sáu um leikstjórn og upptökur.