14/12/2024

FINDS bætist í flóruna

FINDS er nýjasta viðbótin í fyrirtækjafjölskylduna hér í Guðrúnartúni 8. FINDS einbeitir sér að lausnum fyrir vefverslanir (E-commerce) og leggur áherslu á eigin miðla fyrirtækja (Owned Media). Einar Thor stýrir FINDS en hann býr að áralangri reynslu í þessum geira. Í fimm ár sá hann um stafræna þróun í markaðsmálum fyrir Festi og þar með vefverslanir Krónunnar, Nóatúns, Kjarval og Elko, stofnaði svo KoiKoi, eigið fyrirtæki í þessum geira og rak það í önnur 5 ár. Nafnið FINDS vísar í leit, uppgötvun og rannsóknir, enda snýst þjónustan um að finna lausnir sem henta hverjum viðskiptavini – og að finna aukið virði í vörum og tæknilausnum. Þá er nafnið einnig samsett úr upphafsstöfum þeirra 5 Norðurlanda sem öll munu verða starfsvettvangur FINDS; Finnlands, Íslands, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, en stafræni armurinn okkar, Ceedr, hefur nú þegar haslað sér völl í þessum löndum. Við hlökkum til að vinna með viðskiptavinum okkar í spennandi E-commerce lausnum á komandi misserum.