ceedr veggur
09/01/2025

Nýtt tól sem sýnir stöðu vörumerkja

Stafræna markaðsstofan Ceedr (áður The Engine), dótturfyrirtæki Pipars\TBWA starfar nú í fjórum Norðurlandanna, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Ceedr er ráðgjafarstofa á stafrænum markaði og eitt af því sem Ceedr hefur gert nýlega til að einfalda vinnu sem áður tók marga klukkutíma hefur stofan nú þróað sinn eigin hugbúnað, Ceedr Index.

Með tólinu er hægt að bera saman vörumerki og sjá hvernig þau standa gagnvart leit í Google-leitarvél, þ.e. sjálfvirknivæða vissa rannsóknar- og greiningarvinnu. Þetta er mjög tímasparandi tól sem gefur kost á að sjá með einni skipun hvar vörumerki stendur í leitarvélum og þá í kjölfarið að grípa til aðgerða til að gera vörumerkið meira áberandi. Gerðu svo vel að prófa!