Deloitte

Góður punktur

Deloitte hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að leysa fjölbreyttar áskoranir. Þekkingin er víðtæk og þjónustusviðið breitt; tækniráðgjöf, stjórnendaráðgjöf, skatta- og lögfræðiráðgjöf, áhætturáðgjöf, endurskoðun og reikningsskil svo eitthvað sé nefnt. Ráðgjafar Deloitte luma því á góðum punktum um mikilvæg mál fyrir nánast alla geira samfélagsins.

Í framhaldi af stefnumótunarvinnu okkar með Deloitte varð til herferðin Góður punktur. Við ákváðum að setja fókus á græna punktinn í myndmerki félagsins og kasta fram stuttum og hnitmiðuðum fræðslu- og upplýsingapunktum um fjölbreytt málefni til að vekja athygli á þeirri yfirgripsmiklu þekkingu sem starfsfólkið býr yfir.

Til að gæða punktana „lífi“ leituðum við aðstoðar gervigreindar, sem fékk þau fyrirmæli að búa til eina manneskju úr andlitum allra 360 ráðgjafa Deloitte á Íslandi, 4 og 4 í einu, og svo koll af kolli, þar til eitt stóð eftir. Útkoman varð hinn geðþekki ráðgjafi og talskona herferðarinnar, Dagný Eva Loitte, sem lifnaði við og tók m.a. yfir Instagram-reikninginn, sem hún notar til að koma góðum punktum á framfæri á sinn persónulega hátt og svara spurningum.

Auk gervigreindarforrita við myndvinnslu nutum við aðstoðar Jónmundar Gíslasonar (jonmundur.is) við að gæða Dagnýju lífi.