aftur til fortidar
07/03/2025

Aftur til fortíðar

Domino’s bauð landsmönnum í ferðalag um tíma og rúm nú í ársbyrjun. Þrjár rjúkandi heitar pizzur úr fortíðinni eru komnar aftur á matseðilinn, en þó aðeins í takmarkaðan tíma. Viðtökurnar hafa verið afar góðar, enda nutu allar pizzurnar töluverðra vinsælda í sinni tíð. Þær hafa rokið út og líflegar umræður spunnist um uppátækið á samfélagsmiðlum – og fólk jafnvel farið að kalla eftir fleiri góðum úr fortíðinni.

Karl Petersson ljósmyndari sá um myndatökuna, en að öðru leyti var öll efnisvinna í höndum okkar á PiparTBWA.