kraftur 600x338 1
07/03/2025

Lítill, skrítinn skuggi

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur fyrir vitundarvakningu undir yfirskriftinni Lífið er núna. Við fengum þann heiður að koma með hugmynd og framleiða sjónvarpsauglýsingu sem við köllum Ég á lítinn skrítinn skugga. Innblásturinn er hið þjóðþekkta lag Gunnars Þórðarsonar við texta Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar sem hér heyrist í flutningi Rakelar Sigurðardóttur.

Útsetning tónlistarinnar er eftir Hafstein Þráinsson sem einnig hljóðritaði og framleiddi lagið. Leikstjórn, klipping og eftirvinnsla auglýsingarinnar var í höndum Allans Sigurðssonar hjá Atlavík. Ljósmyndir tók Atli Þór Alfreðsson. Hulda Halldóra Tryggvadóttir sá um stíliseringu og förðun.

Þá framleiddi Pipar allt stuðningsefni fyrir herferðina, prentefni, vefborða, útvarpsauglýsingar, viðtöl við félagsmenn og sitthvað fleira.

Lífið er núna.