gasella
07/03/2025

Gasella á fleygiferð í Noregi

Það þykir eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að komast á Gaselle-listann í Noregi enda þarf að uppfylla viss skilyrði um heilbrigðan og vaxandi rekstur. Gasellan er tákn um hreyfingu og vöxt og var fyrst veitt í Noregi fyrir 22 árum síðan en viðurkenning þessi var fyrst veitt í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum og er nú veitt einnig bæði í Danmörku og Svíþjóð. Til að komast á þennan lista þarf fyrirtæki að vera eitt af mest vaxandi fyrirtækjum landsins. Það var þess vegna mjög gleðilegt fyrir SDGTBWA að öðlast sæti á þessum lista í flokki auglýsingastofa í Noregi. Þessi árangur endurspeglar mikla vinnu enda hefur mikil orka og sköpunarkraftur farið í uppbyggingu fyrirtækisins í Noregi þessi síðustu ár. SDGTBWA er hluti af TBWANordic og systurfyrirtæki PiparsTBWA.

Við óskum félögum okkar í Noregi innilega til hamingju með þennan ánægjulega áfanga sem er eftirtektarverður.